Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Áhöfn Þórs við eftirlit á Reykjaneshrygg - 30.6.2012

2012-02-05-Thor-c

Varðskipið ÞÓR  var nýverið við eftirlitsstörf á NEAFC svæðinu (North East Atlantic Fisheries Commission)  á úthafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg. Þegar komið var á svæðið voru þar tuttugu erlendir togarar,  eitt erlent flutningaskip, eitt erlent olíuskip og tólf íslenskir togarar.

Þrír bátar staðnir af ólöglegum handfæraveiðum - 21.6.2012

_MG_5772

Undanfarinn misseri hefur Landhelgisgæslan þurft að hafa talsverð afskipti af bátum sem hafa verið á veiðum inn í skyndilokunum.

Sprengjusérfræðingar LHG eyddu fjórum tonnum af flugeldum - 20.6.2012

Flugeldaeyding

Séraðgerða- og sprengjueyðingasvið Landhelgisgæslunnar eyddi í dag fjórum tonnum af útrunnum flugeldum fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörgu. Var flugeldunum eytt í Sandgrifjum við Stapafell. Eins og nærri má geta varð brennan mikil og litskrúðug. Hér eru myndir og myndbrot af staðnum. 

Skúta óskar eftir aðstoð í Meðallandsbugt - 20.6.2012

GNA_E1F2236

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:14 aðstoðarbeiðni frá skútu, með tvo menn um borð sem rekur í átt að landi í Meðallandsbugt . Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið til aðstoðar. Einnig hafa björgunarsveitir á landi hafa verið kallaðar út auk þess sem björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Vestmannaeyjum og á Höfn eru á leiðinni á staðinn.

Þyrluáhöfn LHG æfir með þýskum herskipum á Faxaflóa - 19.6.2012

19062012_Aefing3

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA var í morgun við æfingar með þýsku herskipunum Frankfurt og Emden á Faxaflóa. Með báðum skipunum voru æfðar hífingar, aðflugi stjórnað frá skipinu með þeirri tækni sem notuð er í mjög litlu skyggni og lending á  þyrlupalli. Var þyrlan fest niður, sleppt og tekið á loft.

Landhelgisgæslan fagnar skýrslu Ríkisendurskoðunar - 19.6.2012

LHG_Frontex_SamvinnaAegirSif

Í gær kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar sem varðar verkefni Landhelgisgæslunnar erlendis.  Landhelgisgæslan fagnar útkomu skýrslunnar sem er góð og gagnleg.  Í henni kemur meðal annars fram að verkefnum Landhelgisgæslunnar erlendis hafi fylgt faglegur og fjárhagslegur ávinningur fyrir Landhelgisgæsluna.

Þyrla LHG bjargar manni sem fór í sjóinn - 17.6.2012

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 22:11 beiðni um útkall þyrlu frá lögreglunni í Borgarnesi og 112 eftir að  bátur sem var í skemmtisiglingu fann konu á skeri utan við Borgarnes en faðir hennar sem var með henni í siglingu lenti í sjónum. TF-LÍF fór í loftið kl. 22:37 og fann hún manninn í sjónum kl. 23:09.

Varðskipið Þór heimsótti Færeyjar - 16.6.2012

ThOR_faereyjar

Varðskipið Þór heimsótti Færeyjar í lok vikunnar og var samstarfaaðilum Landhelgisgæslunnar,  Íslendingafélaginu og almenningi boðið að skoða skipið. Um 570 manns komu um borð og var mikil og góð stemmning.

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við slökkvistörf - 16.6.2012

16062012_LHG_slokkvistorf
Landhelgisgæslunni barst kl. 14:25 beiðni frá slökkviliði  höfuðborgarsvæðisins um aðstoð við að slökkva gróðurelda við Ásfjall í Hafnarfirði. Fór TF-LlF í loftið kl. 14:45 og var flogið með slökkviskjólu að Ásfjalli. Í aðgerðinni sótti þyrlan sjö sinnum vatn í Hvaleyrarvatn og sprautaði yfir eldinn Tókst aðgerðin mjög vel og gekk  greiðlega að slökkva eldinn á skömmum tíma.

Sameiginlegt eftirlit Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu gengur vel - 15.6.2012

OKHullbatur6

Landhelgisgæslan og Fiskistofa hafa frá því í vor unnið saman að eftirliti með veiðum skipa á Breiðafirði með harðbotna slöngubátnum Flóka sem Landhelgisgæslan hefur í prófunum fyrir íslenska skipaframleiðandann OK Hull. Smábátum sem stunda veiðar á Breiðafirði hefur fjölgað mikið með tilkomu strandveiða og mun meiri sókn er á grásleppuveiðar.

Ráðningu flugmanna á flugvél Landhelgisgæslunnar lokið - 11.6.2012

SIF1_2012

Stöður flugmanna á flugvél og þyrlur hjá Landhelgisgæslu Íslands voru auglýstar lausar til umsóknar í janúar sl. og rann umsóknarfrestur út 7. febrúar.  Hefur nú verið lokið við ráðningu á flugvél Landhelgisgæslunnar.

Kvennasmiðjan heimsótti varðskip - 11.6.2012

2012-02-05-Thor-c

Hópur nemenda frá Kvennasmiðjunni sem starfrækt er á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar heimsótti nýverið varðskip Landhelgisgæslunnar. Kvennasmiðjan er hugsuð fyrir einstæðar mæður á aldrinum 24 - 45 ára og miðar að því að bæta lífgæði þátttakenda og styðja þá út á vinnumarkað eða í frekara nám.

Mikil sjósókn - 11.6.2012

Stjornstod3

Að sögn varðstjóra Landhelgisgæslunnar voru um níuhundruð skip og bátar í fjareftirlitskerfum um níu leitið í morgun en u.þ.b. þrír fjórðu hlutar þeirra voru smærri bátar. Miklir álagspunktar geta komið upp hjá varðstjórum stjórnstöðvarinnar snemma á morgnana og síðdegis þegar bátar tilkynna sig úr og í höfn.

Sjóbjörgunaræfing á Húsavík - 9.6.2012

_MG_3807

Æfing vegna bruna í hvalaskoðunarskipi stóð yfir á Húsavík í dag.  Æfingin hófst með því að neyðarkall barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar laust fyrir klukkan 09:00 þar sem tilkynnt var um eld um borð í hvalaskoðunarskipi á Skjálfanda skammt utan Húsvíkur.

Veikur skipverji sóttur á Reykjaneshrygg - 9.6.2012

LHG_utkall03052012-(9)

Landhelgisgæslunni barst um kl. 09:00 í morgun aðstoðarbeiðni frá rússneskum togara. Kallað var á aðstoð túlks sem flutti boð milli þyrlulæknis og skipstjóra. Talið var nauðsynlegt að sækja skipverjann og fór þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF frá Reykjavík um kl. 13:00.

Sjóslysaæfing á Skjálfanda og Húsavík - 8.6.2012

_IB_3032

Almannavarnanefnd Þingeyinga og embætti Lögreglustjórans á Húsavík standa fyrir sjóslysaæfingu á Skjálfanda og á Húsavík laugardaginn 9. júní nk. í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæsluna.

Síða 1 af 2