Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Þyrlan sótti konu sem féll fram af klettum í Eyjum - 30.5.2022

Utkall-Vestmannaeyjar

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út um hádegisbil í dag vegna franskrar ferðakonu sem féll fram af klettabrún á Heimaey. Konan féll um 15 metra og valt þar að auki aðra 15-20 metra niður snarbratta hlíð. 

Aðflugsæfingar vegna loftrýmisgæslu - 24.5.2022

Italy-Iceland-F-35-5

Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hér á landi hefur staðið yfir undanfarinn mánuð. Um þessar mundir fara fram áhafnaskipti flughersins og því gera ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 26. til 31. maí.

Eyþór útskrifast frá US COAST GUARD ACADEMY - 20.5.2022

IMG_6420

Eyþór Óskarsson stýrimaður og varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni hefur undanfarin fjögur ár stundað nám í Stjórnun (e. Management) við US Coast Guard Academy. US Coast Guard Academy er háskóli og sjóliðsforingjaskóli bandarísku strandgæslunnar sem útskrifar verðandi stjórnendur stofnunarinnar með háskólapróf á hinum ýmsu sviðum og er staðsettur í New London í Connecticut fylki.

Sex sjúkraflug frá Vestmannaeyjum á árinu - 19.5.2022

IMG_1430

Á dögunum var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út til að annast sjúkraflug frá Vestmannaeyjum. Þoka olli því að ekki reyndist unnt að lenda á flugvellinum og ákvað áhöfn þyrlunnar að lenda á bílastæði á Hamrinum.

Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri - 9.5.2022

IMG_1034
Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og Slysavarnafélaginu Landsbjörg á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Báturinn varð aflvana í kjölfarið og rak stjórnlaust í átt að klettum suður af eyjunni, rétt utan við mynni Hestfjarðar.

Þór og Freyja á Siglufirði - 9.5.2022

Thor-og-Freyja

Varðskipin Þór og Freyja eru sjaldnast á sama stað á sama tíma en í síðustu viku voru skipin bæði á Siglufirði. Bátsmennirnir Guðmundur St. Valdimarsson og Sævar Már Magnússon létu þetta tækifæri ekki renna sér úr greipum og tóku meðfylgjandi myndir af skipunum og áhöfnum þeirra við tilefnið.

Æfðu með slökkviskjólu í Skorradal - 6.5.2022

Slokkviskjola

Áhöfnin á TF-EIR æfði um helgina notkun nýrrar slökkviskjólu sem keypt var frá Kanada í fyrra. 

Strandveiðitímabilið hafið - 2.5.2022

6L8A8126

Í nógu hefur verið að snúast í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í dag þar sem strandveiðitímabilið hófst formlega á miðnætti. Fjölmörg skip og bátar eru í kerfum stjórnstöðvarinnar og þegar mest var voru ríflega 500 sjóför í ferilvöktun.