Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Freyja til taks á Ísafirði - 23.2.2022

Freyja-a-IS

Varðskipið Freyja er nú að sigla inn Ísafjarðardjúp þar sem skipið verður í viðbragðsstöðu vegna afar slæmrar veðurspár á Vestfjörðum næsta sólarhring. 

Ástand rafmagnslína kannað - 23.2.2022

GOPR0896

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur verið í viðbragðsstöðu vegna óveðursins sem geisað hefur í vikunni. Síðdegis í gær flaug áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar með sérfræðing frá Landsneti til að kanna ástand rafmagnslína.

Loðnuvertíðinni lokið hjá Norðmönnum - 23.2.2022

Loðna_Skessuhorn

Klukkan 22:50 í gærkvöldi hætti síðasta norska loðnuskipið veiðiferð sinni og þar með lauk loðnuvertíð norskra loðnuskipa á þessari vertíð.

Freyja með norskt loðnuveiðiskip í togi - 20.2.2022

Freyja-7

Varðskipið Freyja hefur síðan í gærkvöld haft norskt loðnuskip í togi sem fékk veiðarfæri í skrúfuna. Farið verður með skipið að bryggju á Eskifirði en skipin eru nú þegar komin inn á Reyðarfjörð. Skipstjóri norska skipsins hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um kvöldmatarleitið gær og óskaði eftir aðstoð. 

Æft á gríðarstórum borgarísjaka - 2.2.2022

Johannes-Johannesson-flugmadur

Í eftirlitsflugi þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar síðdegis í gær kom áhöfnin á TF-GNA auga á stóra borgarísjakann sem varðskipið Þór sigldi fram á um hádegisbil í gær. Um leið og þyrlan lækkaði flugið niður yfir sjó við Bjarnarfjörð á Ströndum blasti þessi stóri og myndarlegi borgarísjaki við.

Borgarísjaki undan Húnaflóa - 1.2.2022

IMG_20220201_125638

Áhöfnin á varðskipinu Þór sigldi fram á myndarlegan borgarísjaka um 20 sjómílur norður af Selskeri á Húnaflóa um hádegisbil í dag. Áhöfn Þórs áætlar að ísjakinn sé um 250 metrar á lengd, um 260 metrar á breidd og um 15 metrar á hæð.