Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Sex fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag - 31.5.2018

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sinnti þremur útköllum í dag. Fjórir voru fluttir slasaðir með þyrlunni eftir umferðarslys við Hítará á Mýrum og skömmu síðar flutti þyrlan konu sem slasast hafði við Gullfoss. Þá flutti þyrlan dreng á sjúkrahús í Reykjavík eftir slys í Rangárvallasýslu. Alls voru því sex fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag.

Týr aðstoðar vélarvana bát í Fljótavík - 31.5.2018

Img_0741-2-_1527782074921

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á níunda tímanum í morgun tilkynning um að bátur væri vélarvana norður af Hornvík. Skipverjar á Tý fóru með rafgeymi frá varðskipinu yfir í hinn vélarvana bát. Allt gekk að óskum og eftir að búið var að setja nýjan rafgeymi í bátinn sigldi hann fyrir eigin vélarafli til Bolungarvíkur.

Týr hafði afskipti af farþegabáti - 29.5.2018

Img_7286

Eftirlitsmenn frá varðskipinu Tý fóru á sunnudag til eftirlits um borð í farþegabát austur af Rifi. Við reglubundna athugun kom í ljós að tveir áhafnarliðar voru ekki lögskráðir, enginn í áhöfninni var með réttindi til að gegna stöðu vélstjóra auk þess sem of margir farþegar voru um borð.

Fjölmennt í Óðinskaffi - 24.5.2018

Fullsizeoutput_137d

Það var bæði fjölmennt og góðmennt í síðasta Óðinskaffinu fyrir sumarfrí sem haldið var í gær. Hollvinasamtök Óðins hafa boðið upp á kaffi og með því í kaffikrók Óðins frá árinu 2007 en þar mæta gamlir skipverjar og vildarvinir varðskipsins og rifja upp gamla tíma. Þráðurinn verður svo tekinn upp aftur í haust.

 

Nýtt smáforrit stuðlar að auknu öryggi sjómanna - 23.5.2018

Vss-app

Neyðarlínan og Landhelgisgæslan hafa tekið í notkun nýtt smáforrit sem skip og bátar geta notað til að tilkynna til Vaktstöðvar siglinga þegar þau leggja úr höfn.

Tveimur bjargað af sökkvandi báti - 19.5.2018

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á níunda tímanum í kvöld neyðarkall frá bát í vanda í Skagafirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var kölluð út ásamt björgunarsveitum. Tveir voru í bátnum og var þeim bjargað um borð í björgunarbát um þremur korterum eftir að neyðarkallið barst.

 

16 tog­ar­ar við karfa­veiðar við lög­sögu­mörk­in á Reykja­nes­hrygg - 19.5.2018

Eow-20180518-125626-0000-006

Flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SIF, fór í eft­ir­lits­flug út yfir Reykja­nes­rygg síðdegis í gær og kannaði skipaumferð á SV-miðum. Alls sáust 16 tog­skip rétt utan við 200 sjómílna lögsögumörkin og voru tvö íslensk skip að veiðum í grenndinni, innan lögsögunnar.

Eldur kviknaði í báti - 18.5.2018

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst boð frá Neyðarlínunni á ellefta tímanum í morgun vegna elds í bát sem staddur var úti fyrir Tálknafirði. Tveir voru um borð í bátnum. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var boðuð út sem og björgunarskipið Vörður frá Patreksfirði. 

Umfangsmikil mengunarvarnaræfing í Skutulsfirði - 16.5.2018

20180514_125251
Varðskipið Þór og flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, tóku í vikunni þátt í umfangsmikilli mengunarvarnaræfingu í Skutulsfirði. Æfingin var samstarfsverkefni Landhelgisgæslu Íslands, Umhverfisstofnunar, Samgöngustofu og Ísafjarðarhafnar.

Flak dráttarbáts finnst eftir að hafa legið á hafsbotni í 74 ár - 15.5.2018

Velartoppur_1526404775206

Flak breska dráttarbátsins Empire Wold sem fórst með allt að 17 mönnum í nóvember 1944 fannst nýverið á innanverðum Faxaflóa. Íslenskum aðstandendum eins skipverjans hefur verið tilkynnt um fundinn sem og breska sendiráðinu.