Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Skemmtiferðaskip sigli tvö saman um lítt könnuð svæði - 30.1.2012

TyrMalta_5187

Siglingar skemmtiferðaskipa um Norðurslóðir hafa aukist jafnt og þétt á sl. árum og hefur verið lagt til að skemmtiferðaskip sigli tvö og tvö saman til að auðveldara sé að bregðast við stórslysi hliðstæðu því sem varð nýlega þegar skemmtiferðaskipið Costa Concordia strandaði við Ítalíu. Til að gera sér grein fyrir stærð skipsins má hér sjá myndir af varðskipinu Tý við hlið Costa Concordia í höfn Valetta á Möltu sumarið 2011.

Neyðarkall barst frá íslensku togskipi við Noreg - 25.1.2012

_IB_6324

Landhelgisgæslunni barst kl. 13:14 neyðarkall frá íslensku togskipi með fjóra menn um borð sem var staðsett innan norskrar lögsögu eða 150 sml NV af Álasundi í Noregi. Á sama tíma hvarf skipið úr ferilvöktunarkerfum. Var samstundis haft samband við norsku björgunarmiðstöðina í Bodö.

TF-LÍF í Noregi - 25.1.2012

LIFIMG_0216

TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar hefur frá 13. janúar sl. verið staðsett í Noregi þar sem verið er að framkvæma á henni stóra skoðun, svokallaða G-skoðun. Starfsmenn úr Flugtæknideild Landhelgisgæslunnar taka þátt í verkinu og segja þeir framkvæmdina hafa gengið vel.

Samningur undirritaður um leigu á þyrlu - 19.1.2012

ThyrlaDSC00059

Í dag var undirritaður leigusamningur til 12 mánaða um leigu á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna en eins og komið hefur fram voru tilboð vegna leigu á björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna opnuð hjá Ríkiskaup þann  19. desember sl. Mun þyrlan fá einkennisstafina TF SÝN. 

Kynning á gegnumlýsingarbifreið tollstjórans - 17.1.2012

IMG_8928

Starfsmenn tollstjórans kynntu nýverið fyrir starfsmönnum Landhelgisgæslunnar gegnumlýsingarbifreið sem tekin var til notkunar í byrjun árs 2009. Bifreiðin er notuð til að gegnumlýsa stærri hluti,  allt upp í flutningagáma,  á hafnarsvæðum og flugvöllum landsins.

Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar með kynningu á móti norrænna jarðfræðinga - 15.1.2012

Baldur-2

Sjómælingasvið, í samstarfi við Orkustofnun, tók í vikunni þátt í 30. vetrarmóti norrænna jarðfræðinga sem haldið var í Hörpu.  Birt voru tvö plaköt sem sýna dýptarmælingar og hafsbotnsmyndir af Hvalfirði annars vegar og Kollafirði hins vegar

Hæstiréttur heimsótti Þór - 15.1.2012

Thor_RVK_32

Dómarar og starfsfólk Hæstaréttar Íslands heimsótti nýverið varðskipið Þór og fengu þau kynningu á möguleikum varðskipsins í björgunar-, eftirlits-, og löggæsluaðgerðum.

Loðnuveiðar Norðmanna hafnar - 13.1.2012

lodna_jpg_640x800_sharpen_q95

Samkvæmt varðstjórum Landhelgisgæslunnar höfðu í gærmorgun þrír norskir loðnubátar meldað sig til veiða innan íslensku efnahagslögsögunnar. Hafa þau ekki tilkynnt um afla en samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er norskum skipum heimilt að veiða 49.002 tonn af loðnu á tímabilinu frá 10. janúar til 15. febrúar 2012.

Unnið að greiningu vélbúnaðar - 13.1.2012

Lífið um borð í Þór

Í desember fóru fram mælingar á vélbúnaði, vegna ábyrgðar varðskipsins Þórs, kom þá í ljós titringur á annarri aðalvél skipsins.  Fór Landhelgisgæslan fram á við framleiðendur vélanna, sem er Rolls Royce í Noregi,  að sendir yrðu fulltrúar þeirra til þess að kanna hver orsökin gæti verið, enda leggur Landhelgisgæslan á það mikla áherslu að nýta ábyrgðartíma vélanna sem eru 18 mánuðir.

Þyrla LHG fann manninn sem leitað var að við Helgafell - 12.1.2012

TFLIF13042009-(7)-2

Þegar þyrla Landhelgisgæslunnar var að koma úr eftirlits- og gæsluflugi síðdegis í dag barst beiðni frá lögreglu um að þyrlan tæki þátt í leit að manni við Helgafell. Fór þyrlan á svæðið og fann viðkomandi kl. 16:15 eftir skamma leit.

Leki kom að bát út af Rittá - 12.1.2012

_IB_6324

Landhelgisgæslunni barst kl. 05:08 í morgun aðstoðarbeiðni á rás 16 frá bát með tvo menn um borð, sem staddur var út af Rittá, nærri Grænuhlíð. Komið hafði upp leki í vélarrúmi og unnu mennirnir að því að dæla handvirkt úr bátnum.

Nýmyndun hafíss greindist með eftirlitsbúnaði TF-SIF - 11.1.2012

IR-20120111-153811-0000-007

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í dag eftirlitsflug um Austfjarðamið, Norður og Vestur með Norðurlandi, fyrir Vestfirði og suður að Reykjanesi. M.a. var mæld staðsetning hafíss á Vestfjarðamiðum.

Ný kort gefin út af Sjómælingasviði - 10.1.2012

Kort1

Landhelgisgæsla Íslands – Sjómælingasvið hefur gefið út tvö ný sjókort, nr. 10 og 15, ásamt nýrri útgáfu af Kort 1 – Tákn og skammstöfunum í íslenskum sjókortum.

Tilboði tekið um leigu á þyrlu - 9.1.2012

ThyrlaDSC00059

Ákveðið hefur verið að taka tilboði Knut Axel Ugland Holding AS um leigu á þyrlu af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS332 L1, sem er sömu tegundar og björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar TF-LIF og TF-GNA.

Spilvír þyrlunnar slitnaði rétt fyrir hífingu - 9.1.2012

Við æfingu TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar og varðskipsins Ægis um helgina slitnaði spilvír þyrlunnar rétt áður en hífa átti mann úr sjó. Samkvæmt verklagsreglum Landhelgisgæslunnar var æfingunni hætt og samstundis kallað til fundar. Engan sakaði við atvikið sem talið er að sé hið eina sinnar tegundar í sögu flugdeildar Landhelgisgæslunnar.

Sprengjusveit eyðir tundurdufli á Héraðssandi - 6.1.2012

2Tundurdufl-06.01.2012-009

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyddi fyrir hádegi í dag dufli sem fannst við Selfljótsós á sunnanverðum Héraðssandi. Um var að ræða tundurdufl frá seinni heimstyrjöldinni.

Síða 1 af 2